ég er kókisti! er reyndar búin að vera að reyna að minnka kóknyesluna en t.d. í sumar fúnkeraði ég ekki á morgnanna án þess að fá mér kók.
Fyrir nokkru heyrði ég að það væri hægt að þrífa klósett með kók og það væri hægt að leysa upp tjöru af lakkinu á bíl með kóki. Ég ákvað að prófa og hellti kóki ofan í vel skítugt klósett. Það var svona þvagskán í skálinni sem ég hafði ekki náð af með venjulegu klósetthreinsiefni. Ég lét kókið liggja þar í korter og þreif svo yfir með bursta, klósettið glansaði! Ég er reyndar ekki búin að prófa að þrífa bílinn með kóki en það stendur til.
Pælið bara smá í þessu, fyrst kók getur leyst upp gamla þvagbletti og jafnvel tjöru hvað kók gerir þá fyrir mannslíkamann.
Haha og btw ég er að drekka kók akkurat núna. Það er erfitt að hætta þessu. Reyni að drekka ekki kók oftar en 3. í viku núna.
muhahahahaaaa