Ég er búin að vera frekar slöpp þessa dagana og er ennþá með kvef og er hálfraddlaus líka. Hef engan tíma fyrir það vegna þess að í vinnunni þarf ég oft að tala mikið og ég er líka að fara í munnlegt próf á þriðjudaginn. Er líka að fara að byrja í prófum og nenni ekki að standa í einhverju hóstakasti þá, hinum nemendunum til mikilla ama.
Ég keypti Strepsils í gær og er dugleg við að drekka te (sítrónu og kamillu)… Mætti kannski vera duglegri við að fá mér te eða bara heitt vatn.
Er eitthvað annað sem ég get gert? Vil losna við þennan óþverra sem fyrst. Mér finnst hóstasaft virka skammt á mig. Lumið þið á einhverjum góðum heimatilbúnum 0hugmyndum?

Með fyrirfram þökk
NoAngel

Bætt við 25. nóvember 2008 - 09:34
Ég er orðin góð núna. En takk fyrir hjálpina, gott að vita af þessu kannski seinna meir :)
Ég finn til, þess vegna er ég