Ég er enginn sérfræðingur en ég held að það sé lítill munur á því hvernig konur og karlar lyfta eða brenna. Ég mæli með að lesa sér til um það á bodybuilding.com eða sambærilegri síðu.
Mikilvægt þó að stelpur séu að lyfta og lyfta þungt, ekki einhver aumingja lóð sem reyna ekkert á þig eins og stelpur eru gjarnar á að nota. Algengt að stelpur haldi að þær verði einhver massa tröll um leið og þær lyfti upp lóðum með einhverri þyngd en engar áhyggjur, það verður enginn að einhverjum svaka massa alveg óvart. Það er mikið átak að bæta á sig smá massa og ekki eitthvað sem gerist óvart.
Svo vil ég bæta við að það er lágmark að fara þrisvar í viku. Að fara einu sinni gerir ekkert og tvisvar er ekki nóg heldur.