Saltmagn líkamans breytist ekkert við aukna inntöku á salti, salthlutfallið helst það sama. Þannig að þú ef þú tækir inn 1.kg af salti að þá myndi salthlutfallið í líkama þínum ekkert hækka. Því við erum með tvö lítil líffæri sem heita nýru. Nýrun skola auka saltinu bara í burtu. Það eina sem þú ert í rauninni að gera að það er að auka álag nýrnanna til muna. Sérstaklega eins og þú varst að nefna að auka saltneysluna um 2000mg á dag. Aukin saltinntaka er skaðleg. því eins og ég benti á fyrir ofan að þá ertu að auka álagið á nýrun. Sem á endanum leiðir til nýrnabilana. En nýrun framl. lífsnauðsynleg hormón ásamt því að síun þeirra fer í rugl. Sem leiðir þá til annarra vandamála.
Einnig veldur saltinntaka hækkun á blóðþrýstingi. Og langvarandi hækkun á blóðþrýstingi er skaðlegt,það leiðir af sér síðan önnur vandamál.
Þannig að í guðanna bænum ekki vera að auka álagið á nýrun. Því það er ekkert grín ef þau bila. Listinn eftir nýju nýra er langur. Og deyja nokkur þúsund manns árlega eftir því að bíða eftir nýju nýra.
Auk þess sem þú munt örugglega finna fyrir aukinni orku ef þú eykur saltneyslu
Hvað í andsk ertu að meina. Aukin orka, salt kemur ekkert orkumyndun við, salt er notað við myndun taugaboða/boðspenna.. Og Taugaboð gefa þér ekkert aukna orku. Heldur er það bruni glúkósa í hvatberum sem gefur þér orkuna.
Án þess að setja eitthvað út á þig að þá vil ég biðja þig vinsamlegast að vera ekki að mæla við fólk að það eigi að auka saltinntöku hjá sér. Ekki nema því sé þörf á salti. Fólk sem er með venjulegt saltmagn í líkamanum þarf ekkert að vera að auka inntöku salt, það er nóg að viðhalda salt magni í líkamanum.