Magaæfingar annan hvern dag ekki gera alla daga og mundu; mismunandi magaæfingar eru galdurinn!
Muna það, mæli með að prufa allskonar magaæfingatæki, sitjandi, liggjandi, rotate torso, venjulegar með fæturnar uppi/niðri, sitja fæturna upp og halda á lóði og setja það niður til skiptis hægri vinstri(kannski skilur ekki hvað ég meina þarna)
Svo eru venjulega magaæfingar með fæturna niðri og heldur lóði við höfuðið alger snilld.
Og svo með venjulegar lyftingar þá mæli ég með þessu;
Dagur 1: Brjóst
Dagur 2: Allt fyrir neðan mitti, fætur,rass,kálfar,læri,etc
Dagur 3: Bicep og Tricep
Dagur 4: Bak og axlir
Svo kemur ný vika og byrjar aftur, ekki lyfta of oft muna það.
Vöðvarnir stækka nefnilega í hvíld og það er ekki gott að taka sama dag 3x í viku.
Muna líka að éta eins og brjálæðingur, hafragrautur og lýsi í morgunmat.
Gangi þér frábærlega ;)