Jæja nú er maður loksins byrjaður í ræktinni, er kominn með ágætt prógram sem ég er að bæta við þyngd hægt og rólega, ætla að fara í ræktina annanhvern dag og ég er svona að pæla hvort þið mælið með því að ég kaupi mer eitthvað prótein til að taka eftir æfingar. Og hvort ég ætti þá að fá mér bara hreint mysuprótein eða t.d. svona gainer matrix sem er 40% prótein og 60%kolvetni. Eða hvort eg ætti bara að bíða með öll fæðubótarefni þangað til ég er búinn að vera lengur í ræktinni.
Kv.