Það er pottþétt mál að þú getur ekki gert alvöru HIIT æfingar á hverjum degi. Þú myndir enda þugnlyndur, orkulaus, illa sofinn, skapvondur, og ég tala nú ekki um meiddur … eitt orð ofþjálfun ( e. overtraining ).
Hvernig þú þolir HIIT þjálfun er mjög einstaklingsbundið, og ræðst af því hve þjálfaður þú ert fyrir. Ef þú ert þolíþróttamaður sem er búinn að æfa í mörg ár, þá ættirðu að þola HIIT æfingar vel og þá myndirðu vita hvar mörkin liggja, þ.e.a.s. hvenær þú æfir of mikið. Ef þú ert vanur þolæfingum geturðu tekið HIIT æfingar á fastandi maga ( samt einstaklingsbundið ), þú nýtir orkuna betur og verður ekki eins þyrstur, auk þess sem þú getur tekið erfiðari æfingar.
Ég mæli ekki með því að þú takir fleiri en tvær HIIT æfingar á viku. Byrjaðu á einni á viku. Ef þú ert að taka fleiri en tvær á viku, þá annað hvort krassaru eða þú ert ekki að stunda HIIT þjálfun. Persónulega mæli ég með því að byggja smá grunn með rólegu hlaupi áður en þú rústar þér á HIIT þjálfun.
Að auki mæli ég með því að þú lyftir ekki sama dag og þú tekur HIIT æfingu. En ef þú endilega vilt lyfta, lyftu þá á undan. HIIT æfingar eiga að skilja þig eftir algerlega búinn á því, ólíkt venjulegum æfingum þegar þú ættir að skilja slatta eftir í tankinum.
Taktu svo einn dag í algera hvíld í hverri viku.
Bætt við 4. nóvember 2008 - 17:44
Almennt er ekki ráðlegt að stunda HIIT þjálfun ef þú ert beinlínis svangur, eða veist að þú ert vannærður. Hinsvegar er mjög slæm hugmynd að borða mikið stuttu áður en þú tekur HIIT æfingu. Sjálfur myndi ég vilja hafa borðað máltíð 3 klst fyrr, og svo fæ ég mér bara eitthvað smotterí ( kolvetni ) minnst 30 mín fyrir æfingu, eitthvað eins og orkubar, eða banana. Fínt að fá sér líka sterkt kaffi ef þú þolir það c.a. 30 mín fyrir æfingu.
Passaðu að vera búinn að drekka vel af vatni yfir daginn ( þ.e.a.s. vertu vel vatnaður ) ef þú ætlar að taka HIIT æfingu. Fínt að hafa drukkið ca líter af hreinu vatni smátt og smátt. En ekki þamba vatnið rétt áður en þú æfir.