Mæli með að gera fótapressur með einum fæti. Passaðu bara að byrja mjög létt.
Lykilatriði þegar þú ert að gera þessa æfingu er að hreyfa hnéið ekkert til þegar þú ert að gera hana, æfingin gengur út á það að halda hnéinu eins stöðugu og þú mögulega getur. Æfingin er sem sagt að byggja upp stöðugleika í hnéinu en ekki að lyfta eins þungt og þú getur. En svo þegar þú nærð stöðugleikanum geturðu auðvitað lyft með þyngd sem aðal markmið ( en hreyfingar á hné undir miklum þunga er _alltaf_ óæskilegt og býður upp á meiðsli ).
Taktu bólgueyðandi eftir æfingar ef þú ert að fá verki eftir æfingar ( eða réttara sagt bólgur eftir æfingar ). Bólgur skaða út frá sér og seinka því að þú jafnir þig eftir æfinguna og náir þar með framförum. Athugaðu bólgueyðandi ekki venjulega verkjatöflu ( 600 mg af íbfen vikaði fyrir mig ).
Mundu, æfingin gengur út á að halda hnéinu stöðugu, alveg rock solid stöðugu og ekki lyfta hratt.