Já það er allt í lagi að mínu mati.
Ekkert að því að vera stoltur af sjálfum sér.
Og glápa á sig í spegli. (ég var einu sinni í þeirri deild, að vera ánægð með sjálfa mig. En ídag oonei.. búin að fittna alltof mikið og áföll og svo bara missti ég áhugan á að reyna halda “lúkkinu í lagi”.)
Mér finnst nákvæmlega ekkert að því þegar gaurar eru ánægðir með sjálfan sig. En mér finnst bara ógeðslega leiðinlegt þegar þeir eru svona gaurar “ hey sjáðu mig, ég er foli/flottur”.
Einn frændi minn er ekta svoleiðis gaur, já hnakki líka, en dýrkar sjálfan sig of mikið! Talar oft ekki um annað en sjálfan sig, og það liggur við að maður heyri hann segja “ djöfull er ég fallegur” þegar hann lítur í spegil xD
Svo ef maður fer út með honum, þá er hann liggur við að leita af fólki til að geta gagnrýnt það -.-
Svo var einn vinur minn, ÞÁ. sem var reyndar líka hnakki, hann var fínn. Hann var með rosalegt egó en ekki þannig að hann niðraði aðra. Hann gat “elskað” sjálfan sig ánþess að þurfa gagnrýna aðra. Og það var bara fyndið að labba með honum úti. Allir speglar, allar rúður, allt sem hann gat endurspeglað sig í, hann varð að líta á sjálfan sig(þurfti ekkert að stoppa, en hann varð bara að horfa)
Hann var skemmtilegur náungi, gaman að gera grín og fíflast í honum, því hann tók því ekkert alvarlega. :P