Kreatín er hreint efni sem bindur vatn í vöðvum. Hjálpar þér þ.a.l að stækka hraðar. Kreatín er náttúrulegt efni sem þú getum fengið úr náttúrulegum vörum eins og nautakjöti.
Kreatín er ekki gott til langvarandi nota og getur haft mjög skaðæeg áhrif á lifur og nýru.
Það eru til dæmi um það að kraftlyftingarmenn eru komnir í nýrnavélar fyrir þrítugt.
Það sem kreatín gerir nákvæmlega er að, ef þú ímyndar þér blöðru og blæst lofti í hana, og sleppir, þá teygist blaðran en loftið lekur úr. En ef þú notar kreatín, er eins og þú setjir vatn í blöðruna og bindur fyrir.
Kreatín gerir þig samt ekki sterkan heldur vatnastu eingöngu, og ert alveg jafn fljótur að losna við það eins og þú varst að setja það á þig. Vöðvafrumurnar þurfa vatn til að stækka, og gerir kreatínið vöðvunum hagstæðari skilyrði til að stækka.
Mælt er með að þú takir eina teskeið af kreatíni á dag, sem er gífurlegt álag á nýrun. Þó að fæðubótaefnasalan segir að efnið sé ekki skaðlegt á neinn hátt, en þeir taka ekki fram allt annað auka álag á nýrun (t.d. áfengisneysla, sígarettur o.fl).
Allt daglegt álag + kreatín getur haft varanlegan skaða á nýrun, og það er bara eitthvað sem þú kaupir útí búð ef þau bila.