Nokkur ráð ( hef lent í þessu sjálfur ):
1) Gamla góða RICE ( oldscool og classískt ) Rest, Ice, Compress, Elivate. Þá veistu hvað það þýðir þegar einhver oldscool gaur fer að tala við þig um hrísgrón á ensku.
2) Háir skokkar og hiti þegar þú ert að hlaupa.
3) Styrkja sköflunginn. Vöðvarnir þegar þú liftir upp tánum og ristinni í eins langt og þú getur að fætinum. Ein leið er að ganga um á hælunum og njóta sviðans. Líka hægt að sitja uppi á borði og segja dót í gamla málnlingarfötu og lifta upp og niður með því að krækja í haldið með tánum; þú fattar. Annars eru ótal leiðir til, leitaðu bara á netinu.
4) Alger hvíld gæti verið besta leiðin ef þetta ætlar bara ekki að lagast. Betra að sleppa viku alveg, en að sukka í nokkra mánuði.