Ég beygi. Elska þessa æfingu. Er að pæla í því að setja líka inn Box squats í prógrammið hjá mér. Annars nota ég ekki pussy pad. Bara stönginn á bakið.
slæmt fyrir jafnvægisvöðvana í bakinu og getur valdið vöðva ósamræmi, hlýtur líka að finna hvað þetta verður rosalega ónáttúruleg hreyfing þegar stöngin er í svona sleða.
haha var einmitt að horfa á dorian yates til að kveikja á mér fyrir æfingu en já þetta nær að einangra fremra lærið, ég tek bara fótapressuna frekar fyrir það, finnst bara of ónáttúrulegt að taka í smith, þoli ekki að þurfa ekki að berjast við stöngina.
Fýla mjög vel sjálfur að taka hnébeygju og eftir henni front squats í smith. Finnst heldur ekkert ónáttúrulegra að taka smith frekar en fótapressu ef við förum út í það.
ok ég ætlaði nú bara að starta smá röklegri umræðu með hnébeygju í smith, svo er ég i ólympískum lyftingum þannig að taka front squat í smith er eins og guðlast hjá mér það eyðileggur æfinguna að mínu mati. En ef þér finnst hún góð þannig þá er það bara flott fyrir þig.
Og hehe já ég er alveg sammála með að fótapressan sé ónáttúruleg, en bara fyrir mig þá kem ég ekki nálægt smith nema ég sé að fara í kálfana eða sprengibekkpressu.
hvar ertu með stöngina á bakinu… eins sinni fannst mæer púði þægilegri en eftir að ég fattapi hvar á að hafa stöngina þá finnst mér betra að vera án púða
Ef þú tekur ólympískar beygjur þá seturu stöngina ofan á trappana. En ef þú tekur kraftlyftingar beygjur þá seturu hana eins neðarlega og þú getur. Persónulega set ég hana alltaf á trappana finnst það þægilegast og tek líka oftast ólympískar beygjur.
ég er búinn að vera í ólympískum lyftingum í góðan tíma og þegar þú ert farinn að fara neðar en 90 gráður þá fer rassinn inná við og og sveigjan í bakinu minnkar það hljómar illa en er alveg eðlilegt
Nei hef aldrei heyrt neitt svoleiðis og hef aldrei fengið neitt í trappana utaf því ég er með stöngina á þeim, líka bara spurning um hversu stóran efri trappa maður er með, þeim mun stærri þeim minni óþægindi.
Beygji en nota aldrei púða, finnst púðinn óþægilegur.
Reyni að hafa stöngina aftarlega á tröppunum, þannig hvílir þyngdin frekar á hælunum og ég lyfti með lærum, rassi og mjöðmum en ekki bakinu.
Stórkostleg æfing en ekkert alltof skemmtileg, tel mig þurfa meiri hvíld á milli fótadaga þó ég sé með viku á milli, fíla mig aldrei kraftmikinn í fótunum, oft hálf dasaður eitthvað.
Ég álít hnébeygjuna alveg ómissandi æfingu. Æfing sem æfir marga og stóra vöðvahópa í einu og stuðlar að vöðvavexti um allan líkamann. Svo er ekki betri æfing til að fá stinnan rass ;)
Ég tek með púða, finnst lítið þægilegt að vera með 100+ kíló á herðunum og yrði illa marinn annars.
Ég hata þessa æfingu, en ég tek hana samt þegar ég fæ mig í að nota fæturnar. Og ég sé enga ástæðu fyrir því að nota ekki púðann, það er ekkert töff við það að vera sár eftir stöngina. En hinnsvegar þoli ég ekki þegar fólk er að setja púða á bekkpressustöngina, það er bara óþolandi þar sem að það er notað límband til að púðinn detti ekki af í ræktinni hjá mér.
“The essence of Revelation lies in the fact that it is the direct speech of god to man”
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..