Já sælir.
Ég byrjaði í líkamsrækt fyrir u.þ.b. mánuð síðan og þægi því nokkrar ráðleggingar. Ég er 15 ára, 70 kg of 185 cm hár.
Ég æfi í u.þ.b einn og hálfan klukkutíma annan hvern dag, og er það yfirleitt kl 9 að kveldi. Æfingarnar sem ég geri eru;
Kálfalyfta, læræfingu, armbeygjur, slatta af magaæfingum, bakæfingar, undirróður, axlapressa, bekkpressa, og svo lyfti ég 10 kg handlóðum.
Jeg er grannur, hár, en kjellinn ætlar að fá six-pack, breiðar axlir og alllan pakkan marr!!!
En ég var líka að spá í um prótein og fæðubótaefni, ætti ég að fara eitthvað í það?
Svo var ég að spá í röð á æfingum, t.d geri ég alltaf fótæfingarnar fyrst, svo maga-bakæfingarnar og svo loks efri hlutann. Er það bara ok?
Svo hef ég verið að borða nokkuð hollan mat bara ;)
Endilega ráðleggja mér ;)