Lenti í því sumarið 2006 að slíta eitthvað í ökklanum, var sendur í sjúkraþjálfun(sem er alveg ógeðslega leiðinlegt) alveg einum eða tveimur mánuðum seinna. Var á hækjum í eina að eina og hálfa viku og var þá rétt farinn að geta stigið í fótinn. Held að ég var sendur í sjúkraþjálfun of seint hreinlega.
En ég var hjá lækni núna á dögunum sem staðfesti það að böndin voru slitin, marraði og brakaði í þessu öllu og fóturinn laus. Læknirinn semsagt hélt í sköflunginn á mér og tók um ristina og hreyfði fótinn þannig upp og niður.
Hann benti mér á bæklunarlækni og sagði að ég þyrfti kannski að fara í uppskurð til að láta laga þetta, þar sem þetta er farið að plaga mig meir og meir. Hefur einhver hér gengist undir þannig uppskurð og hversu lengi er maður að jafna sig eftir það?
Er ekki gifs og læti í einhverjar vikur?
Með fyrirfram þökkum,
Dr. Phil
A man with dyslexia walks into a bra.