Hjólaðu eða hlauptu fjórum sinnum í viku í u.þ.b. 30 mín, ekki borða mat með transfitum (e. transfat) í og taktu inn lýsi. Borðaðu bara nammi á Laugardögum. Annars skaltu bara að fylgja eigin skynsemi, þú veist nokkurn veginn hvað er hollt og hvað ekki. Fimmkornabrauð með osti, gúrku og tómötum er augljóslega hollara en Oreo kex, ekki satt? :)
Ég mæli alls ekki með einhvers konar megrunarkúr, þegar þú ert þetta ung getur skortur á næringarefnum og orku hamlað þroska. Reyndur frekar að borða það sem er almennt hollt (mikið af grænmeti, kornmeti og fisk til dæmis) og hreyfa þig reglulega (sömu daga vikunar helst, reyna töluvert á þig).
Þegar ég var á þínum aldri fór ég á sex æfingar í viku og borðaði eins og hestur, en gat samt aldrei þyngst nema bæta á mig vöðvamassa sama hvað ég borðaði mikið (ég get auðveldlega étið 16" pizzu í eina máltíð :). Þannig ef þú ert duglega að hreyfa þig þá skiptir afskaplega litlu máli hvað þú borðar mikið á unglingsárum, fylgdu bara skynsemininni þegar kemur að því að velja þér holla máltíð.