Daginn.
Ég var að velta fyrir mér hvort einhver gæti frætt mig um stera og/eða hormón (þá aðalega Testosterone og önnur vaxtarhormón ef það eru) bara eins mikið og hægt er. Eru sterar hormón? Er kólestról steri og insúlín líka eða eru það hormón? Hver er munirinn á sterum og hormónum eða eru sterar bara hormón? Hver eru t.d helstu/algengustu hórmónin.
Las einhverstaðar að einhverjir hefðu notað insúlín til að bæta brjálað á sig og einhverjir dáið við svona bras. Hef líka heyrt að ef maður er ekki sykursjúkur deyji maður af bara nokkrum milligrömmum af insúlíni.
Er ekki voða fróður um hormón og stera svo endilega segið mér einvherja fróðleiksmola. Ekki það að ég sé að fara að prufa þetta. Dytti það ekki í hug. Langar bara að auka vitneskjuna.
Og endilega deilið öllu sem þið vitið, væri líka gott ef þið gætuð sett heimildir.
Kannski er ég að byðja um mikið en mér er allveg sama ;)
Takk fyrir :)
Bætt við 18. september 2008 - 18:49
Svo líka :
Er vefaukandi sterar eina gerðin af sterum sem stuðla að vexti o.s.frv. bara deila öllu sem þið vitið
Takk takk ;D