Þannig er það að síðan ég man eftir mér hefur mér alltaf verið óglatt á morgnana, í minnsta kosti klukkutíma eftir að ég vakna. Þetta verður til þess að ég get oft ekki borðað neitt á morgnana, fyrir skóla eða vinnu, eða neyði mig til þess sem lætur mig bara líða verr.
Ég veit reyndar um fleira fólk sem er svona, en ég var að spá hvort það sé eitthvað hægt að gera í þessu og hvort það sé einhver ástæða fyrir þessu?
Og nei, ég er ekki búin að vera ólétt allt mitt líf. ehehehehehe.