Advil PM er 200mg íbúprófen, og 28mg difenhýdramín. Difenhýdramín er antihistamín með frekar sljóvgandi verkun, og er notað í Koffínátín bílveikistöflur og Pektólín hóstamixtúru. Veit ekki hvort það sé eitthvað hættulegt að nota of mikið Difenhýdramín, en þú gætir verðið mjög sljór í einhvern tíma eftirá.
En með íbúprófenið, ef þú tekur fimm töflur þá færðu alveg pottþétt í magann og það er vont. Það fer svo illa með magaslímhúðina og gæti aukið líkur á magasári.
Semsagt, það er betra að sleppa því.