Ég get svosem sagt þér hvað ég geri við svefnleysi. Ég hef haft þetta vandamál síðan ég var smákrakki svo ég hef smá reynslu :P
Í fyrsta lagi þarf hann að komast að því af hverju hann sefur lítið. Stress eða kvíði eru mjög líkegar ástæður. Þá þarf hann náttúrulega að reyna að vinna úr því.
Svo eru nokkur ráð sem ég get gefið, en þau virka samt ekkert endilega á alla. En það má örugglega breyta þessu eftir eigin þörfum
Ég set mér eiginlega tvær reglur þegar ég fer að sofa.
Fyrsta regla er að ég verð að hafa nógu góðan kodda og lampa við rúmið (til þess að þurfa ekki að standa upp og slökkva ljósið).
Svo les ég alltaf fyrir svefninn, þótt það séu ekki nema 2-3 bls. hjálpar mér það að gleyma öllu sem ég hef þurft að hugsa um yfir daginn (hjálpar mér semsagt með stress). Það er líka ágætt að sofna yfir mynd eða þætti, tónlist eða einhverju, bara það sem hjálpar manni að losa sig við allar óþarfar hugsanir sem halda fyrir manni vöku.
Hin reglan er að ég má aldrei kíkja á klukkuna eftir að ég er komin upp í rúm og alls ekki telja tímana sem ég næ að sofa eða hugsa um hversu snemma ég þarf að vakna. Þá fer maður að stressa sig yfir því að geta ekki sofnað og sofnar þess vegna ekki.
Aðal málið er semsagt að “hugsa ekki”. Hugsa ekki um persónuleg vandamál, ekki heldur hvað maður hlakkar til eða er ánægður með eða eitthvað.
En þetta eru svosem ekki góð ráð nema svefnleysið stafi af einhverju andlegu, ef það er ekki þannig (og það getur verið þannig þótt maður fatti það ekki, það tók mig langan tíma að fatta að ég væri of stressuð) getur þetta verið líkamlegt og þá þarf hann að fara til læknis.
Svo mæli ég ekki með svefnlyfjum, það er bara til að auka vandann, því þá verður hann háður þeim. Nema læknir ráðleggi það. Eru þau ekki hvort sem er lyfseðilsgild, eða hvað?