Dagurinn í dag er versta tilfelli blóðsykursfalls sem ég hef upplifað.
Við vorum í íþróttum í skólanum, þegar ég fann fyrir máttleysi í fótunum,sérstaklega lærunum,þegar ég var að hlaupa.
Ég skalf alveg rosalega mikið, og svimaði. Þjálfarinn sagði mér að þetta væri blóðsykursfall. Ég hef fengið svoleiðis oft,en ekki svona rosalega.
Svo þurftum við að labba aftur upp eftir skóla. Ég var svo máttlaus, að ef ég labbaði niður einhverja brekku sem varla hallaðist,
þá var ég dottin niður. Ég þurfti að fá vinkonur mínar til að styðja við mig.
Svo kom ég upp í skóla, og það var farið með mig inná kennarastofuna, og mér fannst rosalega skrýtið þegar allir voru að spurja mig hvort ég væri með sykursýki…
Jú,jú, ég veit að þeir sem þjást af sykursýki fá blóðsykursfall, en mér fannst eh veginn gg skrýtin tilfinning, eða hálfgert sjokk þegar það var sagt mér að fara til læknis af því ég gæti verið með sykursýki.
Svo er blóðsykursfallið ekki eina vesenið. Ég þorna alveg upp á fótunum (ristinni og neðar) Þá meina ég næstum þornuð upp,sko! o.O x]
Veit einhver hvað þetta gæti verið/ráðleggingar ?
Takk :)