ég vil ekki útskýra það, það er eiginlega augljóst afhverju hann væri ekki vinsæll. Og svo hefur verið póstað geðheilsu þráðum hérna hvort sem er og hefur það ekkert gengið illa. Þannig að það þarf ekki endilega að vera að það þurfi kork um geðheilsu. En ég sé ekki marga korka fyrir mér sem heita “ÉG HELD ÉG SÉ AÐ VERÐA BRJÁLAÐUR!”, en ég veit að það væru til margar aðrar ástæður til að skrifa um.. en ég nenni ekki að detta fleiri í hug í augnablikinu.
Það er alveg hægt að nota korkinn “Umræður um heilsu og hollustu” til að byrja með. Svo ef það er næg virkni hérna um geðheilsu skal ég tala við Vefstjóra um að setja upp sér kork.
Svipað og með Líkamsræktarkorkinn. Ég og vinur minn vildum fá líkamsræktaráhugamál á huga en Vefstjóri vildi setja upp korkinn fyrst og sjá hvort það væri næg eftirspurn eftir áhugamáli fyrir líkamsrækt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..