Það er nú þannig að ég er búin að eiga í erfiðleikum með svefn undanfarnar vikur, sem lýsir sér í að ég á erfitt með að sofna vegna hita þótt allir gluggar séu opnir og allt þannig, svo á ég það til að vakna svona 5-10 sinnum á nóttinni af því það er svo ógeðslega heitt. Samt ef ég sef með öðru fólki í herbergi er það að frjósa s:
-þetta er nú ekkert búið að vera svakalega mikið vandamál í þessar vikur vegna þess að ég er heima hjá mér .. en er að fara á heimavist næsta sunnudag og það væri alveg fantastic ef ég gæti lagað þetta eitthvað áður en ég fer s:
eníveis
veit einhver hvað þetta er, eða allavegana hvernig ég losna við þetta?