og þú veist það, hvernig?
Í gegnum undramátt internetsins :)
Hversu mikið kíló brennir er ekki gott að vita nákvæmlega þessvegna notaði ég gæsalappir. Margar heilmildir segja 13 kaloríur en svo stendur annarstaðar að kílóið brenni heilum 100kaloríum eða jafnvel meira.
Þangað til þú finnur eina “ultimate” rannsókn/heimild sem afsannar allt sem segir annað án nokkurs vafa þá þarft þú svolítið að draga eigin ályktun, hvað finnst þér liklegast? Margir sem trúa 100kaloríu kenningunni eru að mínu mati í hreinni afneitun eða nenna bara ekki út að hlaupa.
Við vitum þó tvennt
1) Beinagrindavöðvar eru um 40% af heildarþyngd fullorðins manns
2) Beinagrindarvöðvarnir nota ekki nema 20-25% af heildarorku líkamans í hvíld
Ef við notum þessar staðreyndir til að reikna út grunnbrennslu manns sem vegur 100kg (auðvellt að reikna) og gerum ráð fyrir að kíló af vöðva brenni 100kaloríum.
Orkunotkun vöðva = 40kg x 100kal = 4000kal.
Vöðvarnir nota aðeins 1/5 til 1/4 af heildarorkunni.
Þannig að heildarotkunotkun líkamans verður 4000 x 4 eða 4000 x 5.
Útkoman úr þessum reikningum er þá að 100kg maður notar um 16.000 til 20.000 kaloríur á dag bara við það að halda líkamanum gangandi.
Ef við notum sömu formúlu en miðum við að kílóið brenni 13kal þá fáum við út 2080 - 2600 kaloríur á dag sem hljómar nokkuð sennilegt:)