Ókei, ég er búinn að vera að skoða það viðsvegar á netinu um hverjar bestu leiðirnar séu til að grenna sig og allt það og nú hef ég spurningu fram að færa varðandi þann kost að lyfta.
Ég heyrði að margir strákar lyftu til að grenna sig, þá stækkuðu vöðvarnir og líkaminn þyrfti að eyða aukinni orku í að halda þeim við og brennir þar af leiðandi.
Nú, ég sjálfur þarf ekki að losa mig við mikið, algeru mestalagi 10 kg. Ooog er búinn að missa 10 kg frá áramótum en ástæðuna veit ég ekki. Ég er greinilega bara kominn yfir tímabilið þar sem ég var sjúkur í nammi. En þetta er ekki að gerast nógu hratt. Svo að er ekki málið fyrir gaur eins og mig að lyfta til þess að hraða á þessu? ég tek það fram að ég hef líkamsbygginguna í það að stækka vöðva, ég er náttúrulega sterkur og stór miðað við aldur, þannig að ég er í rauninni ekki að byggja neitt frá grunni, bara stækka þá.
Með von um góð svör,
Timpua
Bætt við 6. ágúst 2008 - 23:21
Ég nenni ekki að fá svör um að ég eigi bara að fara að hlaupa og það er heldur ekkert að mataræðinu mínu. Ég hita auðvitað þá bara upp áður en ég lyfta.