Allt í lagi :) Ég er með eina lauflétta spurningu til hugara. Núna held ég að það séu komin rúm 6 ár síðan ég hætti að borða sælgæti og drekka gos. Í fyrstu var þetta full öfgakennt og ég bannaði sjálfum mér að borða allt sem var óhollt en á endanum síaði ég einungis frá nammi og gosdrykki. Ég er alls ekkert yfir meðalþyng heldur frekar fit og alls ekkert að pæla í því.
Eftir nokkra mánuði fór ég að leifa mér að borða hluti eins og ís…snakk og þannig en ekkert sælgæti og hef ekki gert enn þann dag í dag. Afturámóti er ég farinn að hugsa í dag..why ? Þetta er nú ekki mikið afrek þannig séð.
Og með gosdrykki. Ég get alveg viðurkennt það að ég drekk dáldið af bjór sem er náttúrulega bara gosdrykkur en burtséð frá því snerti ég ekki gos. Einungis safa, vatn, mjólk, bergtopp og sambærilega drykki. Hvað má ég drekka ? Coke Zero og Coke Light ? Sprite Zero ? Ég veit að þetta eru gosdrykkir en á ég að geta leift mér að drekka þetta þó þetta séu gosdrykkir, en jú eiga að vera sykurlausir og voða fínt til að fá mína sykur og þorstaþörf.
Endilega gefa álit :)