ÉG hef prófað að taka bara 3 sett… þú næsrð varla að klára vöðvana almennilega á 3 settum…
Eins og ég sagði þá þarf maður að venjast því aðeins þegar maður skiptir um prógramm. Maður nær aldrei frábærri nýtingu á nýju prógrammi.
Td Þegar ég var að byrja þá voru bekkpressuæfingarnar mínar einhvernvegin svona
Stöngin x 20
30kg x 20
40kg x 15
50kg x 12
60kg x 12
70kg x 10
80kg x 10
90kg x 8
5 sett af 6-8x 100kg
Þetta fannst mér bara fínt og ég þráaðist við þegar fólk sagði mér að taka færri sett, bæði upphitunar og vinnusett.
Svo loksins tók ég sönsum og fór að taka 2-3 upphitunarsett og 3 vinnusett. Mér fannst ég einmitt ekki vera nálægt því að klára vöðvan í byrjun og mér fannst ég ekki fá mikið úr æfingunni en svo vandist líkaminn álaginu og breyttum áherslum. Ég fór að nýta æfinguna betur og bætingarnar komu hratt og þá meina ég hratt, ég gat eitt sinn bætt við 2,5kg í bekkinn 7 vikur í röð.
minimum 4 sett… og ég er búin að vera að þyngjast eins og hestur á þessu programmi sem ég er á..
afhverju ætti ég þá að switcha í etthvað byrjendaprogram ?
Af því að þú ert byrjandi? Auðvitað þyngist þú ef þú ert 2 tíma að taka fætur, öll prógrömm virka en hvort að þau séu hagkvæm er annað mál. Ég bætti mig um 30kg í bekknum með þessu ruglprogrammi mínu en ég hef bætt mig mun meira eftir að ég breitti til þó ég eyði bara um 10-15 mín í bekknum núna en ekki klukkutíma. Ég er ekki að skipa þér eitt eða neitt en ég er hræddur um að þú sért í svipuðu rugli og ég var í.
Æfðu bara eins og þú villt annars ekki mitt mál :)