Sælir,
Svolitið langt siðan þú póstaðir þessu inn, ég er að nota þetta lyf í 300mg skömmtum 1x á dag eða 24klst fresti.
Geðlæknirinn minn nefndi að þetta væri lyf sem virkaði best fyrir mitt þunglyndi, en það er mjög mismunandi lyf sem eiga sér part við hvert þunglyndi fyrir sig.
Lýsingin af þessu lyfi er hér fyrir neðan, en fæst ekki meiri lýsing en þessi þar sem það er svo rosalega nýtt hér á landi.
Wellbutrin Retard er ætlað til meðferðar gegn alvarlegum þunglyndislotum. Lyfið inniheldur virka efnið búprópíon sem hamlar endurupptöku katekólamína í heila. Það þýðir að meira verður af þessum taugaboðefnum en skortur er talinn vera orsök þunglyndis. Helstu aukaverkanir eru svefnleysi, höfuðverkur, ofnæmi, lystarleysi, æsingur, kvíði, skjálfti, sundl, truflað bragðskyn, sjóntruflanir, eyrnasuð, meltingartruflanir og svitamyndun. Aukaverkanir eins og þessar koma fram hjá færri en 1 af hverjum 10 sem taka lyfið og ganga oft til baka eftir nokkurra daga eða vikna notkun.
Vona að þetta hjálpi eitthvað.
- Maeth
..sannleikurinn er oft bestur ósagður..