Ég vinn á Olís og er þar af leiðandi í svokallaðri vaktavinnu. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort að ég sé sá eini sem getur stundum ekki sofið á nóttunni útaf þessari vinnu eða hvort að þetta sé eðlilegt, sem ég tel reyndar ekki, því ég er búinn að vinna hjá Olís síðan í lok maí á síðasta ári. Klukkan er núna 06:00 á mánudags morgni og ég var að vinna frá kl. 13:00 til 23:30 í gær og er að fara að vinna núna aftur kl. 07:30. Er einhver hérna sem á við sama vandamál að stríða?
Endilega svarið sem fyrst, ég er alveg að sofna :)
Kveðja,
mystic
nossinyer // caid