Nýtt á Íslandi
Rapsodine lífrænar húðvörur
Komið er á markað hér á landi sænsk gæðavara undir merkinu “RAPSODINE”. Þessar vörur sem eru einungis unnar úr jurtaríkinu innihalda lífræna repjuolíu (rapsolíu). Repjuolía þykir einstaklega ákjósanleg
fyrir húðina því hún er bæði mjög rakagefandi og mýkjandi.
Auk þess inniheldur rapsodine e- vítamín. Rapsodine vörurnar innihalda ekkert paraben og þau er hægt að nota bæði á andlit og allan líkamann. Auk þess eru kremin frábær sem handáburður. Rakakremin fara fljótt inn í húðina og gefa strax tilfinningu fyrir miklum raka án þess að vera feit krem. Þau henta sérstaklega vel fyrir þurra húð og húð sem hefur tilhneigingu fyrir að fá exem. Kremin fást nú m.a í Melabúðinni, Hagkaupum Fjarðarkaupum og eru væntanleg í fleiri verslanir. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar er bent á að hafa samband við jogaogheilsa.net.
Aukin áhersla á lífrænar snyrtivörur
Í nóvember 2007 birtist merkileg grein í Fréttablaðinu þar sem Níels Jónsson efnasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun ræðir um hættuleg efni í snyrti- og hreinlætisvörum. Greinin bar heitið “Eitur í lokkandi krukkum”. Þar ræðir Níels m.a. um skaðleg rotvarnarefni í þessum vörum og nefnir þar sérstaklega eitraða rotvarnarefnið buthylparaben. Hann segir að vitað sé að þetta efni geti haft áhrif á hormónastarfssemi líkamans og að paraben hafi fundist í krabbameinsfrumum. Níels nefnir ótal mörg önnur efni sem líka enda á paraben sem séu í snyrtivörum og séu þau misskaðleg. Fram kemur að Danir ætli fyrstir allra að banna hið skaðlega paraben og að aðrar Evrópuþjóðir muni trúlega fylgja í kjölfarið.
Í greininni sem augsýnilega fór fram hjá mörgum er nefnd dönsk rannsókn sem mældi rotvarnarefni í hópi kvenna á fertugsaldri sem allar höfðu notað snyrtivörur að staðaldri frá því um tvítugt. Í ljós kom mikið magn uppsafnaðra rotvarnarefna í vefjum. Bent er á að þegar líkaminn nær ekki að losa sig við
rotvarnar- og eiturefni hafi menn áhyggjur þegar frá líður.
Aukin áhersla verður lögð á lífrænar snyrtivörur á næstu árum alveg eins og gerst hefur með grænmeti og matvörur.
Okkur finnst kominn tími á að landinn geti fengið parabenlaus krem í hæsta gæðaflokki. Og ber að nefna að
Rapsodine kremin eru án allra aukaefna .