Kíktu á einna af þessum síðum sem reikna út grunnbrensluna fyrir þig. Það er að segja þær kalóríur sem þú brennir án þess að gera neitt sérstakt ( án þess að þú hreifir þig meira en meðal Jóninn ). Það eru til margar svona síður og hér er ein:
http://www.bmi-calculator.net/bmr-calculator/metric-bmr-calculator.phpTaktu svo saman hvað þú borðar yfir daginn, og áætlaðu kalóríu fjöldann. Ef hann er yfir grunnbrennslunni ( og þú hreyfir þig ekki neitt sérstaklega … vinnan telst ekki með! ( ekki falla í þann sjálfsblekkingar pytt ) ) þá þarftu að borða minna eða hreyfa þig meira, en bæði er betra. ;)
Ekki missa þig þó í að ætla þér að fara of langt undir daglega brennslu kalóría, til að reyna að ná árangri fljótt, því þá hægir líkaminn á brennslunni og fer í fitusöfnunargír ( sem hefur gagnast mannskepnunni vel fram að þessu til að koma henni lifandi í gegn um ótal hungurtímabil sem við glímdum oft við fyrir núverandi ofeldistímabil sem við köllum nútíma lifnaðarhætti ). Ástæða þess að stífir megrunarkúrar virka ekki til lengri tíma er sá að þú þjálfar líkamann til að takast á við hungursneið, og líkaminn er vanalega nokkuð góður í að aðlaga sig og bæta sig, þannig að þegar fólk hættir megrunarkúrnum og fer að haga sér eins og það hefur alltaf hagað sér, þá verður það enn feitara en áður, þar sem nú er líkaminn orðinn enn betri í að safna fituforða.
Kíktu á þessa síðu hún er ágæt:
http://weightloss.about.com/od/eatsmart/a/blcalintake.htm