Ég skal gefa þér pínulítið basic hint varðandi þetta.
Byrjum að skipta flestum mat niður í flokka:
Prótein: Prótein færðu úr aðallega úr kjöti, fiski, eggjum - próteinið sjálft er gott fyrir þig í venjulegu magni og ekki með mikilli fitu (hamborgarar t.d.)
Kolvetni: Er hægt að skipta niður í tvennt - Einföld og flókin.
Einföld kolvetni skaltu forðast eftir fremsta megni en þau eru að finna í öllum mat sem inniheldur mikið af hvítum sykri og hveiti. (já sorry allar kökur, kex, hvítt brauð, nammi, gos og snakk er allt mjög óhollt.)
Flókin kolvetni eru góð, en þau eru í mat eins og GRÓFU brauði(, öllu grænmeti, brúnum hrísgrjónum, karföflum.
-ath að í ávöxtum raun frekar mikið af sykri-frúktósa en hann er mikið hollari en venjulegi sykurinn :)
Fitur: Fitur eru algjörlega nauðsynlegar fyrir líkamann en ALLS EKKI allar fitur, nauðsynlegar fitur eru t.d. eins og omega 3-6-9 (færð úr fiski og ýmiss konar hnetum og fræjum) en óhollar fitur eru t.d. eins og transfitusýrur sem eru notaðar til þess að djúpsteikja ýmiss konar mat og eru í kexi, kökum og fleira.
Bætt við 8. júlí 2008 - 12:04
..og já gleymdi einu, kaloríurnar sem þú átt að borða yfir daginn(2000kvk, 2500kk) eiga að vera fengnar frá uþb. 35% prótein, 45% kolvetni og sirkar 20% úr fitum.
og eitt að lokum: í einu grammi af próteini eru 4kal, kolvetnum 4kal, fitu 9kal (og hreini alkóhóli 7)