Manstu nafnið á þeim þjálfara? Það er enginn þjálfari þarna sem að veit ekkert hvað hann er að gera. En eins og þú segir fólk er mismunandi, þetta er ekki fyrir alla.
Ég byrjaði í Boot camp fyrir svona 2 vikum hérna á Akureyri og þetta er ógeðislega gaman sko. Var í góðu formi þegar þetta byrjaði en samt tók þetta slatta á sko. Mæli eindregið með þessu þetta geðveikt.
Jú, þetta sker mann hrikalega niður, mjög mikil brensla og þú lærir að ýta þér lengra en áður, sem sagt þú nærð að pína þig meira og lengra heldur en áður.
Ég var skorinn fyrir svo ég sé ekki brjálaðan árangur þar, en þetta er bara geeeðveikt, mæli eindregið með þessu.
Þetta er mjög góð alhliða þjálfun og maður sér svakalegan mun t.d. á armbeygju fjölda bara strax í byrjun. Líka magaæfingar gat ekki hlegið eftir fyrsta tímann ég var með svo mikla strengi í maganum :P
Það er ekki kennt beint sjálfsvörn. Er bara búinn að vera í þessu 2 vikur á Akureyri, þú ert látinn kýla í fullt af hlutum oftast dýnur, en þér er ekki kennt að slást :P
Held að fyrir sunnan sé meira um að kýla í boxpúða og þess háttar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..