Jú, þau brutu reglu 19 og 20.
19.grein. Skyldur og réttindi félagsmanna KRAFT og keppnisleyfi.
1. mgr. Löglegum og skráðum félagsmönnum í KRAFT skal óheimilt að keppa í kraftlyftingum innanlands sem utanlands hjá öðrum félagasamtökum en KRAFT, ÍSÍ, og IPF. Félagsmönnum KRAFT er með sama hætti, og varðar kraftlyftingakeppni, óheimilt að starfa innan annars kraftlyftingasambands með hvaða hætti sem það fer fram. Einkum tekur það til stjórnarstarfa, dómarastarfa, þjálfunar, aðstoðar, stangarmennsku, keppnisstjórnar og annarra sambærilegra eða svipaðra brota á ákvæði þessu.
2. mgr. Félagsmaður verður að hafa verið löglegur félagsmaður í KRAFT í þann lágmarkstíma sem ÍSÍ hefur í sínum reglum frá skráningu áður en hann má keppa á mótum KRAFT og einnig telst félagsmaður bundinn af Lögum KRAFT í sex mánuði frá þeim degi að hann tilkynnir stjórn KRAFT skriflega að hann óski eftir því að vera ekki skráður löglegur félagi í KRAFT. Þessi tímafrestur samkvæmt þessu ákvæði gildir ekki um þá kraftlyftingakeppendur sem eru löglega félagsmenn KRAFT við gildistöku laga þessara en slíkir keppnismenn verða að undirrita umsóknareyðublað um félagsaðild að KRAFT samkvæmt 3. mgr. 19. gr. Laga KRAFT því ella öðlast þeir ekki keppnisleyfi við gildistöku samkvæmt 21. gr. Laga KRAFT og er óheimilt að keppa innan lögsögu KRAFT, IPF og ÍSÍ.
3. mgr. Þeir aðilar sem ætla að gerast löglegir félagar í KRAFT er skylt að undirrita umsóknareyðublað um félagsaðild að KRAFT þar sem þeir samþykkja að þeir hafi kynnt sér skyldur og réttindi félagsmanna KRAFT og sérstaklega samþykkja ákvæði 19. gr. Laga KRAFT með skriflegri undirskrift sinni. Umsóknareyðublað það sem greinir í þessu ákvæði fylgir sem fylgiskjal A) með lögum þessum, sem telst hluti Laga KRAFT með fullum lagaáhrifum samkvæmt Lögum KRAFT.
4. mgr. Brot félagsmanns á 1. málsgrein varðar keppnisbanni í 1 ár fyrir fyrsta brot, 2 ár fyrir annað brot, 3 ár fyrir þriðja brot og ævilangt fyrir 4 brot. Heimilt er að náða fyrrum félagsmann af ævilöngu banni hafi hann ekki keppt í kraftlyftingum fyrir annað samband, innanlands eða erlendis eða gerst brotlegur við lög KRAFT, ÍSÍ, og IPF á meðan hann er í keppnisbanni. Í því tilfelli að undirritun skortir á umsókn um félagsaðild að KRAFT þá getur hann ekki orðið félagi í KRAFT eða tekið þátt í starfsemi KRAFT.
5. mgr. Um málsmeðferð keppnisbannamála og náðunarmála fer samkvæmt ákvæðum 13. gr. Laga KRAFT og reglum um Kraftlyftingadómstól KRAFT sem vísað er til í 1. mgr. Nr. 11 8. gr. Laga KRAFT, og samkvæmt reglum IPF, eins og við á.
þetta eru löginn. Grein nr. 20 er sú sama og nr. 19. Munurinn bara að nr. 20 á við dómara og nr. 19 um keppnisfólk.