Brennsla er margskonar, og já, skokkið er auðvitað klassísk leið til að brenna upp fitu:)
En það er oft sagt að líkaminn brenni hraðast þegar þú ert nývöknuð, þannig að ef ég væri þú, þá myndi ég vakna.. fá mér smá hafragraut, vatnsglas eða smá safa, og fara í gymmið^^ getur kannski gengið í 2-3 mín á hlaupabrettinu, skokka svo nokkuð rösklega í svona 10 mínútur, hjóla í korter, og fara kannski í krosstæki, getur svo tekið 150 magaæfingar, og 50 bakæfingar, getur bætt við ef þú vilt. Svo er náttúrulega geðveikt að sippa, ótrúlega góð brennsla.
Þannig að þú getur litið svona á þetta
Upphitun 15 mín (skokk)
Hjól í 15 mín
Krosstæki 15-20 mín
Sipp í 10 mín
150 magaæfingar + 50 bakæfingar
Þetta er bara lélegt dæmi, þú getur auðveldlega fundið mjög gott brennsluprógram, en það er alltaf hlaup, o.fl
En málið er, að þú ferð ekki bara að æfa fæturna, þú verður að æfa af samræmi, ef þú vilt brenna, þá verðurðu að vita að þú grennist ekki bara á einum stað, eða það sem fólk kallar staðbundna fitubrennslu, þú tapar fyrst fitunni sem þú bættir seinast á þig, og sú sem hefur setið lengst á þér, fer seinast. Þannig að ef þú vilt sjá góðan árangur, þá verðurðu að stunda góða, og mikla hreyfingu. Engin vettlingatök duga:)