Jebb. Enda eiga þeir sem vita ekki neitt um málið að commenta ekki. Því ef aðili commentar á þráð sem hann veit ekki neitt um, þá gæti korka höfundur tekið því svari sem algildu og stofnað lífi sínu í hættu. Þess vegna er það algjört ábyrgðarleysi hjá þeim aðila sem commentar bara til að commenta.
Það koma fullt af spurningum sem flokkast ekkert endilega undir líkamsrækt og eru sum svörin þar algjört bull, þar sér maður fólk commenta um eitthvað sem það hefur engan skilning á.
En sumir vilja ekki skilja að þetta er ekki eitthvað venjulegt áhugamál, við erum hér með líf fólks í höndunum virðist kannski gróft að segja það en það er blákaldur sannleikurinn. Ef t.d. mælir manneskju sem er nýbyrjuð að stunda líkamsrækt að dæla í sig Kreatíni án þess að taka neinar pásur eða neitt, að þá er sá sami aðili jafnvel búin að eyðileggja líkama þess aðila til frambúðar. Þar sem hann er í rauninni búin að segja líkamanum að hætta að framleiða kreatín.
Þess vegna langar mig að biðja fólk um að commenta ekki á þræði sem það hefur ekki hugm um. Ég og Ægishjálmur erum t.d. líffræðinemar og stefnum á læknisfræðina innan árs, en við vitum alveg heilann helling um mannslíkamann og hvað hrjáir hann. Þó að við séum ekki læknanemar strax að þá getum við amk. svarað e-h sp. Ég veit reyndar ekki um aðra líffræðinema hérna á huga en þó veit ég um alveg flug gáfað fólk sem brillerar í sínu fagi.
En eins og ægishjálmur benti á fyrir ofan ef hugi vill að heilsa verði traust áhugamál að þá þurfa þeir annaðhvort að fá e-h ákveðna aðila með sér í lið til þess að svara sp. hvort sem það eru læknanemar eða líffræðinemar. Annars er líka hægt að fara á Doktor.is eða á heimasíðu læknanemana. Þar er hægt að nálgast svör við því sem brennur á huga einstaklings.
Síðan vil ég líka taka eitt framm að lokum, ef e-h gefur ráð og það er vitlaust hver ber ábyrgðina er það manneskjan sem spurði eða gaf ráðið. En sá sem gaf ráðið gæti alveg átt í hættu á því að verða kærður fyrir að stofna lífi einstaklings í óþarfa hættu. Þess vegna er ég að reyna að brýna það hér að fólk sem hefur ekki kunnáttu eða vitneskju skal EIGI commenta á þræði sem það hefur ekki hugm um.
Vona að e-h hérna lesi þetta og taki mark á þessum ráðum mínum. Því sá aðili gæti haft líf e-h í höndum sínum. Ef sá aðili getur ekki höndlað það skal sá aðili láta manneskju sem er tilbúin til þess sjá um þetta.
Kveð að sinni.
Stupid.