Það má öllu ofgera í protein drykkju, ég hef lesið mér mikið um þetta og lært það að best er að drekka protein drykk strax eftir æfingu, því þá öskrar líkaminn á prótein og nýtur hvert einasta gramm af því sem hann fær, ég myndi segja að það væri fínt að fá sér 2 prótein drykki á dag ef þú ert að lyfta af viti því þá er líkaminn alltaf að fá prótein til viðgerðar,
En það eru samt til dæmi um að menn sem hafa verið að lyfta á fullu og samt náð að eyðileggja nýrun á sér, frænka mín er háttsett hjúkka hjá landspítalnum sagði mér frá einum manni sem lifir fyrir að lyfta sé búinn að stútta á sér 2 nýrum á nokkrum árum og sé á síðasta séns að fá nýtt, það sem hefur orskaða þetta hjá honum er óhófleg prótein neysla :S
En til að koma í veg fyrir að nýrun skemmist eða hreinlega eyðilegist, er best að drekka nóg af vatni til að hjálpa við að hreinsa út og plús vöðvarnir eru að mestu leyti úr vatni, þannig 2 prótein drykkir og 3 lítrar af vatni á dag þá ættiru ekki að hafa áhyggjur af nýrunum ;) en um leið og þú ert farin að blanda fleiri fæðubótarefnum eða ólöglegum efnum þá ertu að setja aukið álag á nýrun sem til lengtar er ekki gott, Nýrun er vanmetið líffæri án þeirra erum við dauðadæmt eins gott að hugsa vel um þau ;)