ég byrjaði að æfa fyrir viku síðan.
Er það eðlilegt að maður bætir á sig 3. kg. á einni viku eftir að hafa skokkað og hjólað úti 4 sinnum í síðustu viku og einu sinni í dag? er að skokka 2,5 km fram og til baka, semsagt 5 km. Er að hjóla sömu vegalengd líka (hjóla samt ekki sama dag og ég hleyp).
Hver getur ástæðan verið fyrir þessu? Mataræðið hjá mér hefur ekki verið upp á það besta hjá mér áður en ég fór að æfa. En síðasta vikan sem að ég var að æfa var mataræðið hjá mér hollara en það hefur verið.
Áður en ég byrjaði að æfa þá var ég alltaf í sömu þyngd en þetta er fáránlegt ef að ég þyngist um 3 kg. á einni viku eftir að skokka og hjóla.
Hver getur verið skýringin á þessu?
p.s. vigtin er ekki biluð