Ég sagði ekki hver einasta vara væri á helmingsverði á síðunni m.v. búðirnar hér, það eru 6500 vörur á síðunni, taktu þessu ekki svona svakalega bókstaflega.
Ég ætla að taka t.d. vörur sem ég hef keypt mikið af, ég verslaði alltaf í Fitness Sport (notaði mikið af MuscleTech vörum fyrst þegar ég var að byrja að nota fæðubótarefni), t.d. Cell-Tech dollan, þyngsta, sem var verið að selja þar á einhvern 11000kr. hún er þarna á síðunni á 50 dollara.
Ég veit ekki með öll vörumerkin þarna, þau sem ég hef verið að versla eru langt, langt, langt undir verðinu sem ég hef verið að versla hér áður en ég byrjaði að panta þarna. BSN vörurnar eru líka töluvert lægri þarna en hjá kraftvorum.is t.d. sem eru að státa sig af lágu verði, getum tekið Cellmass t.d. á síðunni er hún á einhver 3600kr (960gr) en á kraftvörum er hún á 6300kr.
Ég nenni ekki að fara að skoða vörur sem ég er ekki að kaupa og standa í einhverjum verðsamanburði, ég veit bara að ég er að spara helling á því að versla þarna, það er bara staðreynd. Fyrir utan það að það er ýmislegt sniðugt til sölu á síðunni sem ég hef ekki séð hér.
Og þegar ég sagði að verðin á sumum vörum hjá bodybuilding.com væru ódýrari en vefverslanir framleiðendanna sjálfa, þá rakst ég bara á Animal vörurnar um daginn, þær voru ódýrari á www.bodybuilding.com heldur en animalpak.com.
Þú hlýtur að skilja hvert ég er að fara, þú sérð alveg að það er töluvert ódýrara að panta þaðan heldur en að kaupa þetta hérlendis. Þetta liggur bókstaflega svart á hvítu fyrir framan okkur.