Hæ , ég er nýr hér :)

Málið er að fyrir nokkru ákvað ég að byrja að stunda lyftingar. Í framhaldi af því byrjaði ég að lesa mig til á t.d. www.bodybuilding.com og t-nation og víðar. Ég hef nú ákveðið hvaða prógram ég ætla að fara eftir og hvernig matarræði og var að vonast eftir einhverjum ábendingum og góðum ráðum um það og bara lyftingar yfir höfuð ef þið lumið á einhverju.

Til að byrja með þá er ég 16 ára, 181 cm og 76 kíló um það bil, frekar há fituprósenta - myndi giska á 20%
Eftir að hafa skoðað mikið þá ákvað ég að fara eftir prógrammi sem ég fann á www.bodybuilding.com
Í því þá er tekinn allur líkaminn annan hvern dag fyrstu mánuðina í staðinn fyrir að fara beint í að skipta líkamspörtum á daga eins og ég hefði annars farið beint í. Getið lesið um planið hér:
http://forum.bodybuilding.com/showthread.php?s=&threadid=150447

Hvað matarræðið varðar þá ætla ég að fara eftir reglum sem ég fann í grein á t-nation (finn ekki linkinn eins og er)
sem er svona= Low carb alla daga sem ég er ekki að lyfta eða 50% prótín 30% fita og 20% kolvetni.
Á dögum sem ég er að lyfta er low carb frá því ég vakna til svona 4 þá pre w/o máltíð 50/50 prótín og flókin kolvetni- post w/o einföld Kolvetni með hátt GI og prótín s.s. prótín shake með whey protein.
frá 4 til svefns er high carb eða 20% prótín 5% fita 75% kolvetni.
Um helgar er svo bara maintenance 50% prótín 30% fita 20% kolvetni.

Vikan er þá svona:

Mánudagur: Cardio(LIIT) + lyfta
Þriðjudagur: Cardio(HIIT)
Miðvikudagur: Cardio(LIIT) + lyfta
Fimmtudagur: —–Cardio ???
Föstudagur: Cardio(lIIT) + lyfta
Laugardagur: Cardio(HIIT)
Sunnudagur: —–

Markmiðið með matarræðinu er að minnka fituprósentu og auka massa fyrir sólarlandaferð í byrjun júní (hehe) svo skipti ég væntanlega um matarræði þegar ég kem heim og fer að gaina uppí svona 80kg +.

Jæja hvað finnst ykkur og endilega allar ábendingar þegnar og allt þetta er bara það sem ég hef lesið mér til síðustu daga þannig ekkert er heilagt. Já og ætti ég að skella inn brennslu á fimmtudaginn , veit ekki held ég sé alveg nokkuð góður með hina dagana.
Afsaka enskuslettur og stafsetningarvillur.