Halló

Mér/Mig vantar matar og lyftingar program fyrir mig sjálfan, til að koma mér í gott form.
Ég get náð mér til að éta flest allt, svo hrá egg og því um líkt er ekkert vandamál. Ég er kringum 85kg, fer frá 84,5kg upp í 86,5kg reglulega og er með ágætis bjórbumbu sem ég hef verið að reyna að losna við síðan ég fór til Spánar. Ég er 174-177cm (ekki viss) og töluvert sterkari í efri líkamanum heldur en neðri, Því miður, sem ég tel vera vegna fyrri störfum. (Var hjálpara-smiður, berandi og berjandi hluti til að fá hús til að rísa)

Ég borða oftast tvisvar á dag, og hef verið að reyna að ná því í sex sinnum á dag en á bágt með það. Ég væri helst til í að lyfta ekki oftar en þrisvar í viku því ég heyrði að góð kvíld væri stór partur af þessu.

Ef einhver kann aðferð til að komast að fituprósentu þá væri það vel þegið, þá einhver leið sem ég hef aðgang að. Ég set hana hér ef einhver kemur með leiðina.

Bætt við 29. apríl 2008 - 23:31
Ég ruglaðist víst, ég var að mæla mig áðan, ég er 75kg, ekki 85kg.