Ég er svona manneskja sem fær fullt af fæðingablettum og það eru alltaf að koma nýir, en hingað til hafa þeir allir verið alveg flatir (nema einn, sem er alltaf eins, sem á að vera í lagi, er það ekki?). Svo allt í einu var ég að taka eftir því að einn af þeim stærri er byrjaður að verða upphleyptur og svo er ég búin að finna 2-3 í viðbót sem eru líka orðnir upphleyptir. Er það ekki frekar grunsamlegt að þeir verði allir upphleyptir í einu?
Veit einhver af hverju þetta gerist? Ég hef alltaf heyrt að maður eigi að láta fjarlægja fæðingabletti sem breytast, en hef aldrei heyrt hvað það er sem er að gerast.