Halló…

Ég er að spá í að kaupa mér svona mini-trampólín til að nota inni, t.d. meðan ég er að horfa á sjónvarpið og þannig. Á nefnilega ekki garð þannig ég get ekki notað það úti.

Ég sá eitt svoleiðis á heimasíðunni hjá Vörutorg (mér finnst Vörutorgið samt hálf lame, þetta var bara það eina sem ég fann á google) og það kostar 12.990 krónur. Síðan er ég að skoða síður eins og amazon og ebay og það er eitt á amazon sem kostar ca 3500 krónur og trampólínið á ebay er á 700 krónur (uppboð).
Ég er að spá, borgar sig að kaupa þetta á amazon eða ebay út af tollinum? Ekki er tollurinn það hár að endanlega verðið yrði jafnhátt eða hærra en trampólínið á Vörutorginu? Eða hvað?

Ég kann ekki nógu vel á svona mál en vonandi er einhver hérna sem getur ráðlagt mér. :)
Ég finn til, þess vegna er ég