Vegna þess að samanburðarrannsóknir sýna ekki framm á það miklar líkur á þyngdaraukningu að það sé nefnt sem algeng aukaverkun, eins og hjá sumum lyfjum. Cipralex getur valdið þreytu og minnkuðu aktíviteti, sem gæti leitt til þyngdaraukningar í einhverjum tilfellum, metabólísk þyngdaraukning virðist vera mjög lítil, og verkun á þá sjúkdóma sem lyfið er gefið við getur aftur leitt til meiri virkni og þyngdartaps, cipralex getur líka orsakað örlítið lystarleysi. Cipralex og SSRI lyfin hafa almennt frekar mildar aukaverkanir, en auðvitað er best fyrir þig að ræða þetta við lækninn sem setti þig á cipralex.
Bætt við 8. apríl 2008 - 21:22
leiðrétt; sýna fram á.