Þarft að brenna heildar fituprósentu yfir líkamann til að losna við þetta. Þarsem fitan kemur fyrst, þar fer hún seinust. Getur t.d. brennt í smá tíma, farið svo að lyfta í 40-50mín og tekið svo smá brennslu eftir á. Jafnvel margir sem fara að brenna á morgnanna og lyfta svo á kvöldin. Svo skiptir mataræðið mestu máli finnst mér, þýðir ekkert að fara í ræktina ef mataræðið er í fokki. Ef þú sérð ekki árangur í ræktinni þá þarftu líklegast að huga betur að mataræðinu eða breyta æfingaplaninu ef þú hefur verið á því í dálítinn tíma.
“If you wanna get strong - downright strong- you gotta do the big one, the squat”.