Félagi minn sagði mér í dag að maður stækkar fyrstu tvo mánuði ca. sem maður lyftir og hættir síðan eiginlega að stækka næstu 2-3 mánuði en skýst síðan upp eftir það, er það rétt?
Spurning varðandi Kreatín: Loadar maður fyrst í einn mánuð, hættir síðan í 2 vikur til mánuð og byrjar aftur og endurtekur eða heldur bara áfram á því?
Þegar þú byrjar fyrst að lyfta þá færðu geðveikt mikið byrjendagain fyrsta mánuðinn. Eftir það hægir á árángrinum og þá þarftu að fara að pæla mikklu meira í mataræði og ef þú gerir það ekki þá færðu ekki mikin meiri árángur.
Þú tekur kreatín 3 x á dag fyrstu vikuna og svo eftir það 1-2x og tekur bara eins lengi og þú vilt… ekki samt kannski meira en svona mesta lagi 7-8 mánuði í einu, verður að taka hlé öðru hverju.. samt ekkert á mánaða fresti.
Fyrstu breytingarnar verða lang mestar fyrstu 1-3 mánuðina og svo fer að hægja á, þá oftast hætta flestir að mæta í ræktina sökum lítilla breytinga. En þá er fínt að huga betur að mataræðinu. En þetta er langhlaup en ekki spretthlaup eins og maður hefur oft heyrt. En ég myndi ekki mæla árangurinn bara eftir vigtinni, mælingar á ummáli og fituprósentu segja líka mikið.
Sumir segja að það þurfi að hlaða kreatín, aðrir ekki. Ég hef aldrei hlaðað kreatín heldur tek ég alltaf bara 3x á dag og mér finnst það virka vel. Annars fer líka eftir því hvernig kreatín þú ert að taka, það þarf ekki að hlaða öll kreatín
“If you wanna get strong - downright strong- you gotta do the big one, the squat”.
Umm, fullvaxinn maður framleiðir held ég um 2g af kreatíni sjálfur á dag, þannig ég held að með því að hlaða kreatín þá bara, ertu að bæta kreatíni í líkamann og svo eftir ráðlagðann hleðslutíma þá minnkaru kreatín skammtinn og heldur þá kreatíninu bara við í líkamanum með því að taka það inn kannski 2x á dag 5-10g, í stað þess að taka kannski 4x5g á dag (hleðsla), annars bara verð ég að segja eins og er að ég veit ekki hvernig á að svara þessu :)
“If you wanna get strong - downright strong- you gotta do the big one, the squat”.
Það er nú ekkert bara staðreynd að maður bæti sig ekki 2-3 mánuði eftir byrjendagainið, þetta er bara misjafnt eftir hversu fólk á auðvelt með að bæta á sig vöðvum eða styrkja sig. En það er allavega satt hjá honum að þú bætir þig alltaf mest fyrst, þá er líkaminn að verða fyrir mestu viðbrigðunum og með tímanum fer hann að aðlagast betur.
Muna bara alltaf að detta ekki inn í fast prógram, heldur að hrista reglulega upp í þessu og gera mismunandi æfingar fyrir vöðvana, halda áfram að rugla líkamann, þá staðnar maður ekki svo auðveldlega.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..