Ég myndi ekki pína þig til að sofa 8 tíma ef þér finnst það allt of mikið. Sumir þurfa bara 7 tíma. En ég held að það sé nokkuð ljóst að þú ert að sofa allt of lítið.
Ef þú æfir mjög mikið gætirðu þurft að sofa jafnvel 1 klst meira en ef þú værir ekki að æfa. Þannig að sumir íþróttamenn eru jafnvel að sofa 10 tíma á sólarhring. ( En ég held að það séu nú aðallega svona fólk sem er að keppa í heimsklassa í mjög líkamlega erfiðum íþróttum. )