Það er náttúrulega líka fimm daga splitt ef þú vilt fara oftar að æfa, en samt ekki taka hvern vöðva oftar en vikulega.
Dagur 1: Fætur
Dagur 2: Brjóst
Dagur 3: Bak
Dagur 4: Frí
Dagur 5: Axlir
Dagur 6: Hendur
Dagur 7: Frí
Þetta hefur reynst mér vel og þetta er sett upp þannig að vöðvarnir ná alveg að jafna sig á milli æfinga.
Ef þú ætlar að massa þig upp er best að hafa grunninn allavega í lagi, réttstöðulyfta, bekkpressa, hnébeygjur og standandi axlarpressa með stöng (Military press), svo notastu líka við einangraðri æfingar til þess að mynda vöðvana betur.
Gott að notast bara við
http://www.bodybuilding.com/fun/anatomy.htmKlikkaðu bara á þann vöðva sem þú ert að fara að æfa, finndu þér góðar æfingar og prófaðu þig áfram og finndu sjálfur út hvað hentar þér best til þess að bæta þig.
Það er aldrei til eitt rétt prógram, eða ein rétt aðferð. Margir eru að taka 3-4 sett af 8-12 reps, gerði það sjálfur þegar ég var að byrja, núna er ég í 3 settum á hverja æfingu í 4-6 reppum og það hefur virkað mun betur fyrir mig, þú verður bara að sjá hvað hentar þér best.
Bætt við 27. mars 2008 - 20:07 Magi annan hvern dag eða alla daga, gleymdist.