Góðan daginn, ég er 14 ára unglingur og tel mig vera í alveg nokkuð fínu formi. En ég var að hugsa um að bæta mig aðeins og byrja að fara í ræktina, og ég var að pæla hvort þið fagmennirnir hérna hefðu einhverskonar work-out áætlun fyrir mig?
Bekkpressa 3*10 reps Skábekkur 3*10 reps Brjóstpressa 3*10 reps Róður að brjósti 3*10 reps Niðurtog að aftan 3*10 reps Pull ower 3*10 reps Bakfettur í vél 3*10-12 reps Kálfalyftur 3*10-12 reps ( innskeifir ) Armbeygjur 100 stikki (5*20 ef þú getur) Kviður 8* eins oft og þú getur ( gott að taka fjórar mismunandi æfingar 2*4 ) Teygjur
Dagur2
Fótarpressa 3*10 reps Hnébeygja 3*10 reps Leg curl 3*10 reps Leg exstension 3*10 reps Fótarkreppa 2*10-12 reps Fótarbeygja 2*10-12 reps Framstig 2*10 reps Kálfalyftur 3*10-12 reps (útskeifir ) Bakfettur með eigin þyngd 3*eins oft og þið getið (vinna hægt og rólega ) Armbeygjur 80 stikki Kviður 9*eins oft og þú getur ( gott að taka þrjár æfingar 3*3 ) Teygjur
Dagur 3
Axlarpressa 3*10 reps Hliðarlyftur 3*10 reps ( með handlóðum ) Upplyftur 3*10 reps ( með handlóðum ) Bicep curl 3*10 reps Bicep 3*10 reps Tricep exstension 3*10 reps Tricep 3*10 reps Kálfalyftur 3*10-12 reps ( beinar fætur ) Fótarkreppa 2*10-15 reps Fótarbeygja 2*10-15 reps Kviður 8* eins oft og þú getur ( gott að nota fjórar æfingar 4*2 ) Armbeygjur 80 stikki Teygjur
Þetta var lyftingar prógramid mitt þegar ég var 14 ára. Vertu duglegur og mættu alltaf 3svar i viku. Ef þú ert að vaxa á fullu slepptu bekkpressu og hnébeyju. Annars byrjadu fyrstu 5 mánudina rólega ekki taka þungt. Svo geturu farid að þyngja aðeins. Mæli samt með því að þú sért ekki að gera power lyftur eða neitt þannig bara rólega.
Taktu 3 sett af 12 endurtekningum og hvíldu í mínutu á milli. Byrjaðu með mjög léttar þyngdir, fáðu tæknina á hreint og svo getur þú byrjað að þyngja smám saman.
Þetta prógram er mjög einfallt að muna, tekur stuttan tíma og æfir nánast allan líkaman. Best að byrja með 2-3 æfingum í viku og altaf hvíla að minnsta kosti einn dag á milli æfinga.
Ef þú hefur áhuga á þolþjálfun eða brennslu þá er það allt annar pakki. Þú getur svosem brennt á hverjum degi en viðmiðið er lágmark 2x í viku (og það þarf gott form til að þola daglegar æfingar), það er best að miða við 20-60 mínutna æfingar og því meira sem þú púlar því betri árangur næst (bæði í brennslu og súrefnisupptöku).
Ef þú villt æfa bæði þá skaltu æfa þol og styrk á sitthvornum deginum. Ef þú hinsvegar villt æfa bæði sama daginn þá skalltu taka styrkin á undan þolinu því þolæfing getur dregið úr þér allan mátt og virkilega dregið úr áhrifum styrktaræfingarinnar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..