Holl næring

TIL BÆTTRAR HEILSU OG BETRI ÁRANGURS
Hollt matarræði má skilgreina á marga vegu en víst er að meginmarkmiðið með hollri næringu og nægri fæðu er að stuðla að heillbrigði og og orku og með því vellíðan alla ævi. Grundvöllurinn er fjölbreytt fæðuval, reglubundnar máltíðir, hæfilegar skammtastærðir og almenn hófsemi.
FJÖLBREYTT FÆÐA OG FÆÐUFLOKKARNIR
Þegar talað er um fjölbreytni í fæðuvali þá er í rauninni verið að ráðleggja neyslu á fæðuflokkunum en það er mikilvægt til að líkaminn fái öll næringar- og orkuefni. Fæðuflokkarnir eru mjólk og mjólkurafurðir, kjöt, fiskur og egg. En þessir fimm fæðuflokkar eru aðalpróteingjafarnir í fæðunni okkar.
Á eftir koma kolvetnagjafarnir : kartöflur, hrísgrjón,pasta,núðlur,kúskús,brauð og allskonar morgunverðar korn, kornmeti og mjöl. Margir horfa á þennan fæðuflokk sem “fitandi” og “óhollan” sem er alger synd. Að sjálfsögðu er ekki æskilegt að borða mikið af kolvetnum en það sama á við um annan mat. Ef við veljum grófbrauð með sjáanlegum fræjum og heilu korni, heilhveiti pasta, brún hrísgrjón eða villigrjón þá getum við verið viss um að fá meira af hollustu samhliða betra bragði.
Að lokum er það fituflokkurinn en þar flokkast lýsi, viðbitið sem viðsmyrjum brauðið okkar með og öll sú fita sem við steikjum upp úr og setjum út á salöt. Þegar fita er annars vega skipti magnið og gerðin máli. Best er að velja fitu sem kemur mjúk úr ísskáp en það eru olíjur og mjúgt viðbit. Hollusta jurtafitunnar er fólgin í samsetningunni og þeirri staðreynd að hún inniheldur ein- og fjölómettaðar fitusýrur og ekkert kólestról, sem er alger andstaða við langflestar tegundir fitu úr dýraríkinu sem kallast mettuð fita og er óæskileg fyrir hjarta og æðakerfið.

Fékk þessa grein í blaðinu HÚN
mmm…súkkulaði :I