Ég er búinn að vera með vandamál með hægra hnéið líka. Ég er hinsvegar eiginlega langt kominn með að laga hnéið. Það hefur kostað smá rannsóknarvinnu ( til að átta mig á því hvað er að angra mig ) og svo hef ég gert styrktaræfingar og tekið inn liðavítamín.
Ég fann STÓRAN mun þegar ég tók vítamínið. ‘Mobility essentials’ frá Swanson keypt í Góð heilsa gulli betri, rétt hjá Skólavörðustíg. Ég mæli eindregið með því að þú prufir það. Það hafði mikið að segja hjá mér. Byrjaði á að taka 3 töflur 3 á dag, og svo 3 töflur 2 á dag. Nú held ég að ég sé buinn að metta kerfið á þessu þannig að ég er ekki að taka þetta núna, en geri ráð fyrir að fara að taka 3 töflur einu sinni á dag. Tek fram að ég er ekkert tengdur þessari verslun, þetta svínvirkaði bara fyrir mig.
Svo þegar ég hafði hvílt hnéið ( æfi hjólreiðar ) með því að hjóla í mjög léttum gírum með hvíldardögum, og taka léttar þyndir í ræktinni; þá fór ég að prufa að taka fótapressur með einum fæti. Sem þýðir að hnéið fær enga hjálp frá hinum fætinum þegar það er að halda jafnvægi þegar þú ert í lyftunni. Þetta virtist líka gera góða hluti. Byrjaðu bara létt, og alls ekki of snemma á þessu.
Taktu svo bólgueyðandi eftir æfingar, eða þegar þú veist að þú hefur verið að setja álag á hnéið. Því það er bólgan sem kemur fram eftir að þú ert búinn að æfa sem skapar svo meiðsli, hún skemmir sem sagt út frá sér, og þá lendirðu í einskonar vítahring. Færð bólgu eftir eftir æfingu, og ert að jafna þig eftir skaðan sem bólgan olli alveg fram á næstu æfingu, en þá færðu svo aftur bólgur. Málið er að taka bólgueyðandi eftir æfingu til að bólgan nái ekki að myndast og svo liðurinn nái að taka framförum.
Notaðu svo sokkinn utan um hnéið eftir æfingar, en hættu svo að nota hann þegar þú finnur að hnéið er farið að styrkjast, svo að hnéið fari ekki að treysta um of á þá ytri stuðning.
Ég er hér að gefa mér að þú sért með álagsmeiðsli af völdum ofnotkunnar, eða notkunnar sem þú ert ekki búinn að venjast. Þetta er nefnilega frekar algengt hjá fólki sem er að byrja að hreyfa sig eða æfir mikið, eða fer að æfa aftur eftir hlé. En það er ekker víst að þetta sé það sem er að angra þig, þannig að þú verður að vera vakandi fyrir þeim möguleika að það sem þú ert með gæti verið eitthvað annað.
Ef hnéið fer að gefa sig og láta undan, eða hnéið fer að læsast eða eitthvað svoleiðis; þá er málið að hætta allri hreifingu og fara beint til læknis. Því þá gætirðu skaðað hnéið varanlega. En líklega er þetta bara bólga vegna ofnotkunnar, eða vegna þess að hnéið þarf að styrkjast og verða stöðugra.